Uppskriftir

Lambamínútusteik með hressandi salati

fyrir 4

Aðalréttur

Innihald

 • 800-900 g lambamínútusteik
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 hvítlauksgeirar, kramdir
 • ½ sítróna, börkur rifinn fínt
 • ¼ tsk sjávarsalt
 • ⅛ tsk svartur pipar, nýmalaður
  Hressandi salat
 • 1 skalotlaukur, saxaður smátt
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 1 msk rauðvínsedik
 • 3 msk sýrður rjómi 18%
 • 150 ml ólífuolía
 • 4 msk graslaukur, skorinn fínt
 • 1 romain salat, eða iceberg
 • ¼ tsk svartur pipar, nýmalaður
 • ½ sítróna, safi

Aðferð

 • 1.

  Blandið ólífuolíu, hvítlauk og sítrónuberki saman í litla skál.

 • 2.

  Þerrið kjötið og setjið á fat.

 • 3.

  Hellið kryddleginum yfir og nuddið vel yfir allt kjötið.

 • 4.

  Hitið pönnu og hafið á háum hita.

 • 5.

  Steikið kjötið í 1-2 mín. á hvorri hlið, eða eftir smekk.

 • 6.

  Sáldrið salti og pipar yfir, setjið kjötið á bretti.

 • 7.

  Setjið álpappír yfir og látið hvíla í a.m.k. 5 mín. áður en það er borið fram.

 • 8.

  SALAT

  Setjið skalotlauk, ½ tsk af salti og ediki í skál og hrærið saman.

 • 9.

  Látið standa við stofuhita í 15 mín.

 • 10.

  Blandið sýrðum rjóma og ólífuolíu saman við ásamt 2 msk af graslauk.

 • 11.

  Rífið salatið gróflega niður, þvoið og þerrið.

 • 12.

  Setjið í skál og blandið saman við salt og pipar.

 • 13.

  Blandið sítrónusafa saman við salatið og setjið það yfir á disk.

 • 14.

  Dreifið sósunni yfir salatið áður en það er borið fram og dreifið restinni af graslauknum yfir.

  Setjið steikina á disk og berið fram með stökkum kartöflum eða frönskum og fersku salatinu ásamt sítrónu til að kreista yfir.

Aðrar uppskriftir