Uppskriftir

Lambalæri með döðlu- og fetaostafyllingu

fyrir 4-6 manns

Aðalréttur

Innihald

 • 1 lambalæri, úrbeinað (ca 2,5 kg)
 • 20 steinlausar döðlur, saxaðar gróft
 • 3-4 hvítlauksrif, söxuð
 • 1⁄2 búnt fersk steinselja, söxuð
 • 1⁄2 krukka Feti í kryddolíu
 • Smá kryddolía af fetaostinum
 • Nýmalað salt og pipar

Aðferð

 • 1.

  Blandið saman döðlum, hvítlauk, steinselju og fetaosti saman í skál og hellið smá af kryddolíunni af fetaostinum saman við.

 • 2.

  Blandið vel saman og setjið í kjötið og rúllið því upp. Eldið í ofnföstu móti. Líklega lekur eitthvað af fyllingunni úr kjötinu en það er í góðu lagi.

 • 3.

  Penslið kjötið með ólífuolíu og saltið. Piprið ríflega.

 • 4.

  Setjið inní 160°c heitan ofn í um 2 tíma. Þumalputta reglan er klukkutími á hvert kíló en notið endilega kjöthitamæli.

Aðrar uppskriftir