Uppskriftir

Lambalæri með chili, óreganói og kummin

Aðalréttur

Innihald

 • Ólífuolía
 • Sítrónusafi, hreinn
 • Óreganó
 • Lambalæri
 • Hvítlauksrif
 • Chilli, krydd
 • Kummin

Aðferð

 • 1.

  Skerið ½ cm djúpar rendur ofan í lambalæri þannig að myndist tíglar.

 • 2.

  Blandið saman olíu, hvítlauk, chili, óreganói, kummin, sítrónusafa, salti og pipar og nuddið kryddleginum vel ofan í kjötið, geymið við stofuhita í 2 klst.

 • 3.

  Grillið lærið í meðalheitum ofni þangað til kjötið er orðið fallega brúnað á öllum hliðum og kjarnhita náð (60-65 meðal, 70-75 vel steikt).

 • 4.

  Látið lærið standa með álpappír yfir í 10 mín. áður en það er borið fram.

  Berið fram með grilluðu grænmeti, salati, bökuðum kartöflum og kryddjurtasósu.

Aðrar uppskriftir