Byrjið á að skera rákir í fituröndina (t.d. tíglamynstur)
Takið beittan hníf og skerið alveg upp við miðjubeinið sitthvoru megin.
Skerið áfram svo að hnífur nái undir kjötið en fari ekki alla leið í gegnum fituna á hliðinni
Nú fara gráðaosturinn, fetaosturinn, 1/3 af olíunni úr fetakrukkunni og þrjár timían timíangreinar í matvinnsluvél.
Smyrjið fyllingunni undir kjötið og bindið hrygginn saman með ,,butcher band’’ (ekki skylda).
Saltið nú alla fituna með sjávarsalti og pennslið í kjölfarið fituna með dijon sinnepinu.
Gott er að leyfa hryggnum að mareinerast í 1+ klst áður en kveikt er á ofninum.
Ofninn er stilltur á 100°C blástur. Bíðið þar til kjarnhiti nær 48°C og hækkið þá ofninn í botn þar til kjarnhiti hryggsins nær 60°C (Medium).
Ef þið eigið ekki kjarnhitamæli tekur um það bil 55 mínútur að ná 48°C kjarnhita, skrúfið nú ofninn í botn og hafið hrygginn inni í 10-15 mín.