Uppskriftir

Lambahryggur

Aðalréttur

Innihald

 • Ferskur lambahryggur
 • Lambakötskrydd
 • 1 msk ólífuolía
 • 50 g smjör
 • 700 ml vatn
 • 1/2 laukur
 • 1 stk gulrót

Aðferð

 • 1.

  Hitið ofninn í 150 C.

 • 2.

  Skolið og þerrið hrygginn vel og nuddið á hann ólífuolíunni.

 • 3.

  Kryddið vel með lambakjötskryddblöndu (ekki gleyma lundunum undir).

 • 4.

  Setjið í stóran steikarpott, smjörklípur hér og þar ásamt lauk og gulrót í um þremur bitum (gerir betra soð í sósuna).

 • 5.

  Leyfið hryggnum að malla í ofninum  í um 1 klst. fyrir hvert kíló og ausið yfir hann soði úr botninum á um það bil 45 mín fresti.

 • 6.

  Ef notaður er kjöthitamælir er hægt að fara í kjarnhita 65-70 C. Hellið nú soðinu í pott í gegnum fínt sigti til að geta notað í sósuna.

 • 7.

  Hækkið hitann í 200C og takið lokið af steikarpottinum.

 • 8.

  Fylgist vel með skorpunni og takið hrygginn út úr þegar hún er orðin stökk (tekur um 15 mínútur) og leyfið að standa í að minnsta kosti 15 mínútur aður en hann er skorinn niður. Passi  ykkur þó að taka hann ekki út fyrr en skorpan er orðin stökk, án þess að hún brenni auðvitað.

  Nokkrar mínútur til eða frá skipta sköpum upp á að þetta heppnist svo hér er mikilvægt að standa vaktina vel í lokin.

  Borið fram með brúnuðum kartöflum, brúnni sósu, grænum baunum og rauðkáli ásamt rifsberjasultu.

Aðrar uppskriftir