Uppskriftir

Lambachops Cryco með steiktu grænmeti og jógúrtsósu

fyrir 4

Aðalréttur

Innihald

 • 1 kg lambachops
 • 1 kíló kartöflur, afhýddar og skornar í báta
 • 5 matskeiðar ólífuolía
 • 1 búnt brokkólí, skorið niður í bita
 • Salt
 • Jógúrtsósa
  250 ml hreint jógúrt
 • 1 tsk kúmín
 • 1 tsk kóríander
 • ½ tsk kanil
 • ¼ tsk malaður svartur pipar
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 1 tsk sítrónusafi

Aðferð

 • 1.

  Forhitið ofninn í 200°C.

 • 2.

  Dreifið kartöflubátunum á bökunarplötu og hellið ólífuolíu yfir. Kryddið með salti. Bakið í um 15 mínútur.

 • 3.

  Veltið kartöflunum og færið þær til að gera pláss fyrir brokkólí.

 • 4.

  Bætið brokkólí á miðju plötunnar og hellið ólífuolíu yfir. Kryddið með salti
  og blandið saman. Steikið þar til bæði kartöflurnar og grænmetið er orðið mjúkt, ca 20 mín.

 • 5.

  Skref 2
  Hitið pönnu á meðalhita og bætið olífuolíu út á.

 • 6.

  Setjið kjötið á pönnuna og eldið þar til kjötið nær ca 54 gráða hita, eða um 4 mínútur á hvorri hlið.

 • 7.

  Setjið allt hráefni í skál og blandið saman. Geymið í kæli fram að notkun. Ljúffeng og auðveld máltíð.

Aðrar uppskriftir