Brúnið kjötið á öllum hliðum á heitri pönnu eða grilli. Látið í 175°C heitan ofn með kjöthitamæli og eldið þar til kjötið hefur náð 53°C. Takið kjötið úr ofninum og látið hvíla í 10-15 mín. áður en það er skorið í sneiðar.
Látið soð og sojasósu saman í pott og hitið að suðu. Bætið rjóma og rjómaosti saman við og hitið við meðalhita í um 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
Berið fram með meðlæti að eigin vali.