Uppskriftir
Lamba Prime

Lamba-prime með myntu- og kóríandersósu

Fyrir 4

Aðalréttur

Innihald

 • 800 g lamba-prime
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 1⁄2 dl majónes
 • 1 dl ferskur kóríander, saxaður
 • 1⁄2 dl fersk mynta, söxuð
 • 1⁄2 dl sýrður rjómi
 • Engiferrót, afhýdd og skorin í bita
 • Ólífuolía
 • Chili-flögur
 • Salt og pipar

Aðferð

 • 1.

  Setjið kryddjurtir, engifer, majónes, sýrðan rjóma og sítrónusafa í matvinnsluvél og maukið vel. Saltið og piprið eftir smekk og setjið til hliðar.

 • 2.

  Blandið olíu, hvítlauk, chili-flögum, salti og pipar saman og penslið kjötið með kryddolíunni.

 • 3.

  Grillið eða steikið kjötið á meðalheitu grilli eða pönnu í 6-8 mínútur og snúið því reglulega á meðan.

 • 4.

  Berið kjötið fram með sósunni, kartöflum og fersku salati.

Aðrar uppskriftir