Uppskriftir

Kryddlegin kengúru-fillet með kengúrusósu

Aðalréttur

Innihald

 • 1 pk. kengúru-fillet í „smoky pepper“ kryddlegi frá Kjötseli
 • 1-2 rósmaríngreinar
 • 250 ml vatn
 • 1 ½ tsk. villibráðakraftur eða annar kjötkraftur
 • ½ laukur, saxaður smátt
 • 75 ml rjómi
 • Salt og pipar
 • Sósujafnari eftir þörfum

Aðferð

 • 1.

  Saltið og piprið kengúru-fillet eftir smekk og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Tíminn veltur á þykkt sneiða. Látið rósmaríngreinarnar liggja á steikunum á meðan þær eru grillaðar.

 • 2.

  Látið steikurnar hvíla í 5 mínútur áður en þær eru skornar í sneiðar og bornar fram. Búið sósuna til á meðan.

 • 3.

  Léttsteikið lauk í bráðnu smjöri eða jurtaolíu í potti eða djúpri pönnu. Hellið vatni yfir og látið suðuna koma upp.

 • 4.

  Lækkið hitann, bætið kjötkrafti út í og kryddið. Smakkið sósuna til og síið
  laukinn frá. Hellið síðann sósunni aftur í pottinn eða pönnuna, bætið rjómanum út í og þykkið.

 • 5.

  Berið fram með kartöflugratíni og fersku salati.

Aðrar uppskriftir