Saltið og piprið kengúru-fillet eftir smekk og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Tíminn veltur á þykkt sneiða. Látið rósmaríngreinarnar liggja á steikunum á meðan þær eru grillaðar.
Látið steikurnar hvíla í 5 mínútur áður en þær eru skornar í sneiðar og bornar fram. Búið sósuna til á meðan.
Léttsteikið lauk í bráðnu smjöri eða jurtaolíu í potti eða djúpri pönnu. Hellið vatni yfir og látið suðuna koma upp.
Lækkið hitann, bætið kjötkrafti út í og kryddið. Smakkið sósuna til og síið
laukinn frá. Hellið síðann sósunni aftur í pottinn eða pönnuna, bætið rjómanum út í og þykkið.
Berið fram með kartöflugratíni og fersku salati.