Hreinsið lærið.
Saxið jurtirnar niður mjög smátt og blandið saman með salti og pipar.
Veltið kjötinu upp úr olíu, setjið svo kryddið á allt kjötið.
Best er að láta kryddið liggja á kjötinu í nokkra tíma eða yfir sólarhring, en þarf þó ekki nauðsynlega.
Setjið kjötið í ofninn við 120° og eldið í 90 mín.
Takið þá kjötið út og stillið ofninn á grill.
Látið kjötið standa í ca 15 mín.
Setjið kjötið aftur inn í ofninn undir grillið í ca 10 mín, en þá ætti að vera komin góð húð á steikina.
Borið fram með t.d. brúnuðum kartöflum, rauðkáli og góðri sósu.