Uppskriftir

Kjúklingaréttur í rjómasósu

Aðalréttur

Innihald

 • 4 sneiðar beikon
 • 600 – 700 g kjúklingalæri í piparmarineringu
 • Salt og pipar
 • 1 rauðlaukur, saxaður
 • 200 g sveppir, gróft saxaðir
 • 1 lítið búnt af timjan
 • 180 ml kjúklingasoð
 • 180 ml rjómi
 • 1/3 bolli rifinn parmesan-ostur
 • Safi úr 1/2 sítrónu
 • Fínt söxuð steinselja

Aðferð

 • 1.

  Steikið beikonið þar til það er orðið vel stökkt og þerrið sneiðarnar á eldhúspappír.

 • 2.

  Hitið pönnuna upp í miðlungsháan hita og steikið kjúklinginn í 5 mínútur eða þar til hann er gullinbrúnn, snúið kjúklingnum og steikið í 5 mínútur til viðbótar.

 • 3.

  Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið laukinn á pönnuna og steikið þar til hann fer að mýkjast, bætið svo sveppunum saman við og kryddið með salti og pipar. Látið steikjast og hrærið vel og reglulega í pönnunni.

 • 4.

  Bætið því næst kjúklingasoði, rjóma, parmesan, timjani og sítrónusafa á pönnuna. Látið suðuna koma upp og látið malla í um 5 mínútur.

 • 5.

  Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og látið malla þar í 10 mínútur eða þar til hann er fulleldaður og sósan hefur þykknað.

 • 6.

  Saxið beikonið niður og sáldrið yfir kjúklinginn, skreytið með steinselju og berið fram.

Aðrar uppskriftir