Uppskriftir

Kjötbollur úr grísahakki með heimatilbúinni tómatsósu

Aðalréttur

Innihald

 • 600 g grísahakk
 • 1⁄2 dl rifinn parmesan
 • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 2 egg
 • 1 lúka steinselja, fínt söxuð
 • 1 tsk. þurrkuð basilíka
 • 2 brauðsneiðar, skorpan skorin af og sneiðarnar í örlitla bita
 • salt og pipar
 • Tómatasósa
  2 dósir niðursoðnir tómatar
 • 3 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 • 1 msk. basilíka
 • salt og pipar

Aðferð

 • 1.

  Snöggsteikið hvítlaukinn í olíu í 2-3 mínútur.

 • 2.

  Bætið tómötunum og kryddinu út á pönnuna og látið malla á vægum hita.

 • 3.

  Blandið hráefninu í kjötbollurnar vel saman og mótið bollur á stærð við golfkúlur.

 • 4.

  Steikið kjötbollurnar í olíu á pönnu, brúnið vel á öllum hliðum.

 • 5.

  Setjið bollurnar síðan á pönnuna með tómatasósunni og látið þær malla í henni um í 20 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.

 • 6.

  Sáldrið að lokum fínt saxaðri steinselju yfir. Berið fram með spagettíi, nýrifnum parmesan-osti og grófu brauði.

Aðrar uppskriftir