Uppskriftir
Kengúru fillet

Kengúru-fillet með trufflu béarnaise-sósu

Aðalréttur

Innihald

 • 800 gr kengúrú-fillet í smokey-pipar
 • 600 g smjör, ósaltað, brætt
 • 6 eggjarauður
 • 6 msk. fáfnisgras (estragon)
 • 2 tsk. salt
 • 1 tsk. pipar
 • 1 tsk. límónusafi
 • 1 msk. béarnaise- grunnur
 • 1 msk. truffluolía

Aðferð

 • 1.

  Bræðið smjörið.

 • 2.

  Þeytið eggjarauðurnar vel í blandara.

 • 3.

  Hellið smjörinu mjög varlega saman við. Athugið að smjörið þarf að kólna aðeins og ná stofuhita áður en því er hellt saman við.

 • 4.

  Bætið grunninum, olíunni og límónusafanum við.

 • 5.

  Kryddið eftir smekk og hrærið saman.

 • 6.

  Grillið kengúru-fillet á heitu grilli þar til kjötið hefur náð 56°C.

Aðrar uppskriftir