Uppskriftir
Kalkúnasalat

Kalkúnasalat með avókadó og hnetum

Aðalréttur

Innihald

 • 500 g kalkúnalæri
 • 1⁄2 poki klettasalat
 • 1⁄2 poki spínat
 • 1–2 avókadó (skorin í bita)
 • 50 g ristaðar hnetur að eigin vali
 • 2 msk. rifinn parmesan-ostur
 • 1 sítróna, safi og börkur
 • 1⁄2 dl ólífuolía
 • 1⁄3 dl hunang

Aðferð

 • 1.

  Smyrjið eldfast mót með olíu og setjið kalkúnalærið ofan í. Stillið ofninn á meðalhita og eldið lærið í allt að tvo tíma eða þar til það hefur náð kjarnhitanum 70°C.

 • 2.

  Blandið klettasalati og spínati saman í stórri skál eða á fati.

 • 3.

  Skerið kjötið af lærinu og í litla bita. Dreifið þeim yfir salatið ásamt avókadó, hnetum, osti og rifnum berki af hálfri sítrónu.

 • 4.

  Blandið safa úr einni sítrónu, ólífuolíu og hunangi vel saman og hellið yfir salatið.

Aðrar uppskriftir