Uppskriftir

Kalkúnaleggir

Aðalréttur

Innihald

 • 3-5 stk Kalkúnaleggir
 • 8 msk sjávarsalt
 • 2 stk Lárviðarlauf, mulið
 • 2 tsk Pipar
 • 1 tsk Timian

Aðferð

 • 1.

  Raðið leggjunum í einfalt lag í ofnpott eða eldfast mót.

 • 2.

  Dreifið saltinu og kryddinu yfir.

 • 3.

  Látið standa í ísskáp í einn sólarhring

 • 4.

  Þurrkið mesta saltið af lærunum og setjið þau aftur í pottinn/fatið.

 • 5.

  Lokið pottinum og eldið við 160° í 3 klukkustundir.

 • 6.

  Takið lokið af pottinum og eldið lærin áfram í hálfa klukkustund. Látið standa í 20 mínútur.

  Hugmynd af meðlæti: td. sveppasósa, hrísgrjón og salat.

Aðrar uppskriftir