Uppskriftir

Kalkúnalæri með trönuberjum

Aðalréttur

Innihald

 • Kalkúnalæri, u.þ.b. 600 g
 • 1 msk. sítrónusafi
 • Salt og pipar
 • 1 msk. olía
 • 2 dl kjúklingasoð eða -kraftur
 • 2 dl trönuber (mega vera frosin)

Aðferð

 • 1.

  Setjið kalkúnalærið í ofnskúffu og kryddið með salti, pipar, rósmaríni og sítrónusafa.

 • 2.

  Hellið olíu yfir og brúnið kjötið í 15 mínútur við 225 gráður.

 • 3.

  Hellið soðinu og trönuberjunum í ofnskúffuna og eldið áfram í u.þ.b. 70 mínútur við 160 gráður.

 • 4.

  Takið lærið út, pakkið því í álpappír og látið það bíða í u.þ.b. 15 mín.

 • 5.

  Berið fram með kartöflumús og þínu uppáhaldsmeðlæti.

Aðrar uppskriftir