Uppskriftir

Indversk kjúklingalæri með tikka masala og jógúrtsósu

fyrir 4-5

Aðalréttur

Innihald

 • 2 msk kasjúhnetur
 • 2 msk kókosflögur
 • 1 dós tikka masala sósa
 • 150 gr hreint jógúrt
 • 800 gr úrbeinuð kjúklingalæri

Aðferð

 • 1.

  Veltið kjúklingalærunum upp úr tikka masala sósu og bakið í 180°C heitum ofni í 40 mín.

 • 2.

  Hellið þá jógúrtsósunni yfir lærin og stráið kókos og hnetum yfir.

 • 3.

  Bakið í 5 mín. til viðbótar og berið fram með hrísgrjónum og salati.

Aðrar uppskriftir