Uppskriftir
Hvítlauksristaðir Humarhalar

Hvítlauksristaðir humarhalar

Fyrir 2-3

Aðalréttur

Innihald

 • 800 g skelflettur humar
 • 150 g smjör
 • 2–3 hvítlauksrif
 • 2 msk. söxuð fersk steinselja
 • Salt, pipar og hvítlauksduft

Aðferð

 • 1.

  Bræðið smjör og bætið pressuðum hvítlauksrifjum og steinselju út í.

 • 2.

  Setjið humarinn í eldfast mót og hellið smjörblöndunni jafnt yfir. Setjið vel af smjöri á hvern bita og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti í lokin.

 • 3.

  Grillið í ofni við 230°C í 5–7 mínútur eða þar til brettist aðeins upp á halana. Þá má taka þá út.

 • 4.

  Berið fram með góðu hvítlauksbrauði og salati.

Aðrar uppskriftir