Skerið fiskinn í sneiðar og kryddið
með salti og pipar.
Blandið hunangi, pekanhnetum,
soyasósu og olíu saman í skál, hrærið
vel saman og setjið fiskinn út í
marineringuna. Leyfið fiskinum að
marinerast í um 15 mínútur.
Takið fiskinn úr marineringunni (skiljið
hana eftir í skálinni) og raðið fiskinum
í olíuborið ofnfast mót. Veiðið hneturnar
upp úr marineringunni og látið yfir
fiskinn.
Eldið fiskinn í 200°c heitum ofni
í um 15 mínútur eða þar til hann er
fulleldaður, en varist að ofelda hann.
Penslið fiskinn 2-3 á eldunartímanum
með marineringunni.
Berið fram með góðu salati.