Uppskriftir
hunangslegnar-grisakotilettur

Hunangslegnar grísakótilettur með sætum kartöflum

Aðalréttur

Innihald

 • 800 g hunangslegnar grísakótilettur
 • Nokkrar sætar kartöflur
 • Sítróna
 • Rúsínur
 • Salatblanda

Aðferð

 • 1.

  Hitið ofninn í 200°C.

 • 2.

  Flysjið kartöflurnar, skerið í þrennt og sjóðið í 10 mín.

 • 3.

  Setjið kartöflurnar í eldfast mót, inn í ofninn og bakið í 45-60 mín.

 • 4.

  Hitið olíu á pönnu yfir meðalhita. Steikið kótiletturnar í 5-8 mín. á hvorri hlið.

 • 5.

  Takið kótiletturnar af pönnunni og skvettið sítrónusafa yfir. Látið standa í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram.

 • 6.

  Berið fram með fersku salati. Það er gott að dreifa rúsínum yfir.

Aðrar uppskriftir