Uppskriftir
Hunangslegnar Grísakótilettur

Hunangslegnar grísakótilettur með grísku salati

Aðalréttur

Innihald

 • 800 g grísakótilettur, úrbeinaðar, léttreyktar og hunangslegnar
 • 4 bökunarkartöflur
 • Grískt salat
 • 1 agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar
 • 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 • 1⁄2 lítil krukka ólífur
 • 1⁄2 krukka salat fetaostur, olía síuð frá
 • Salt og pipar
 • 1 msk. hvítvínsedik
 • 2 msk. ólífuolía
 • Þurrkað óreganó

Aðferð

 • 1.

  Bakið kartöflurnar í ofni við 200°C þar til þær verða mjúkar í gegn.

 • 2.

  Grillið kjötið í 5–6 mínútur á hvorri hlið við frekar háan hita.

 • 3.

  Blandið innihaldsefnunum í salatið saman í skál, skvettið ólífuolíu og ediki yfir og smakkið til með kryddi.

Aðrar uppskriftir