Uppskriftir

Hunangsgrillaðar Aprikósur

Eftirréttur

Innihald

 • 6 til 8 apríkósur skornar í báta
 • 1 sítróna
 • 3 msk smjör
 • 2 msk sykur
 • 2 msk hunang
 • 1 tsk kanill
 • Nokkur myntblöð
 • Vanilluís

Aðferð

 • 1.

  Bræðið smjör og sykur saman á stórri pönnu.

 • 2.

  Bætið apríkósum út í og veltið upp úr smjörblöndunni.

 • 3.

  Setjið á grill í 6 til 7 mínútur, snúið reglulega á grillinu. Raðið á disk og kreistið hunang og sítrónusafa yfir. Berið fram með vanilluís og skreytið með myntulaufum.

Aðrar uppskriftir