Uppskriftir

Hunangsgljáð Nautalund með sveppa- og gráðostasósu

Aðalréttur

Innihald

 • 350 ml Dijon sinnep
 • 250 ml hunang
 • 100 gr púðursykur
 • Sveppir (askja)
 • Piparostur
 • Gráðostur
 • Svartur pipar
 • Salt
 • Rjómi, ca peli

Aðferð

 • 1.

  Blandaðu hunangi, sinnepi og púðursykri saman.

 • 2.

  Skerðu lundina í steikur og steiktu á pönnu með olíu, salti og pipar.

 • 3.

  Penslaðu nautið með marineringunni og eldaðu nautið í ofni eftir smekk.

 • 4.

  Sósan:
  – Steikið sveppina á pönnu í olíu.
  – Bætið rjómanum við ásamt ostunum.
  – Sjóðið þar til hæfilega þykkt.

Aðrar uppskriftir