Uppskriftir

Humarpasta með sveppum og beikoni

Aðalréttur

Innihald

 • 400 g skelflettir humarhalar
 • 20 g parmensan-ostur
 • 50 g beikon
 • 4 g smjör
 • 40 g sveppir
 • 1⁄2 dl matreiðslurjómi
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 tsk. furuhnetur
 • 1⁄2 tsk. hvítvínsedik
 • Olífuolía
 • 1 búnt fersk steinselja, söxuð
 • Chili-flögur
 • Pasta að eigin vali

Aðferð

 • 1.

  Útbúið hvítlauksolíu með því að hræra mörðum hvítlauk saman við olíu, salt og steinselju og leggið til hliðar.

 • 2.

  Bræðið smjör á pönnu, steikið sveppina upp úr því og saltið létt. Þegar sveppirnir hafa brúnast, skerið beikonið og setjið út á pönnuna með sveppunum. Takið af pönnunni og setjið til hliðar.

 • 3.

  Hellið hvítlauksolíunni á pönnu á vægum hita, setjið humarinn út á og chili-flögur yfir. Gætið þess að hvítlaukurinn brúnist ekki eða brenni.

 • 4.

  Setjið rifinn parmesan út á ásamt hvítvínsediki og matreiðslurjóma. Saltið og piprið eftir smekk.

 • 5.

  Setjið beikon og sveppi út í og leyfið að malla í u.þ.b. 5 mínútur eða á meðan pastað er soðið.

 • 6.

  Hellið vatninu frá pastanu og blandið humri og sósu saman við. Þurrsteikið furuhnetur og stráið yfir ásamt steinselju.

 • 7.

  Berið fram með góðu snittubrauði og meiri parmesan.

Aðrar uppskriftir