Hitið ofninn í 200°C. Saltið og piprið steikina og steikið á báðum hliðum við háan hita, 2 mín. á hvorri hlið. Setjið í ofninn í 6-7 mín. Látið hvíla í nokkrar mínútur áður en steikin er skorin.
Steikið beikon og lauk saman á pönnu þar til beikonið er orðið stökkt. Hellið þá hluta af soðinu og balsamediki út á pönnuna. Látið sjóða niður um helming.
Sigtið lauk og beikon frá og þykkið með kornsterkjunni. Smakkið til með villibráðarkryddi og afgangi af soði.
Berið fram með kartöflumús og rótargrænmeti t.d. aspas eða strengjabaunir.