Uppskriftir

Hreindýralund í beikon sósu

Fyrir 4

Aðalréttur

Innihald

 • 800 gr hreindýralund
 • 2 msk. olía
 • Salt og pipar
 • 5 stk. beikon, skorið gróft
 • 2 stk. skalotlaukur
 • 2 dl grænmetissoð
 • Balsamedik
 • 300 ml villibráðarsoð
 • 1 msk. kornsterkja, blönduð saman við 2 msk. vatn
 • 2 msk. smjör

Aðferð

 • 1.

  Hitið ofninn í 200°C. Saltið og piprið steikina og steikið á báðum hliðum við háan hita, 2 mín. á hvorri hlið. Setjið í ofninn í 6-7 mín. Látið hvíla í nokkrar mínútur áður en steikin er skorin.

 • 2.

  Steikið beikon og lauk saman á pönnu þar til beikonið er orðið stökkt. Hellið þá hluta af soðinu og balsamediki út á pönnuna. Látið sjóða niður um helming.

 • 3.

  Sigtið lauk og beikon frá og þykkið með kornsterkjunni. Smakkið til með villibráðarkryddi og afgangi af soði.

 • 4.

  Berið fram með kartöflumús og rótargrænmeti t.d. aspas eða strengjabaunir.

Aðrar uppskriftir