Uppskriftir

Hollt kjúklingasalat með hunangsdressingu

Aðalréttur

Innihald

 • 1 pk. kjúklingabringur frá ísfugli
 • 1 poki ferskt spínat eða klettasalat
 • 1 mangó, skorið í bita
 • 1 pk. bláber
 • 1 avókadó, skorið í sneiðar
 • Nokkrar möndlur, hakkaðar
 • Geitaostur að eigin vali, skorinn í bita
  Hunangsdressing
 • 8 tsk. hunang
 • 6 tsk. gróft sinnep
 • 8 tsk. eplaedik
 • 2 tsk. þurrkuð basilíka

Aðferð

 • 1.

  Steikið bringurnar heilar á pönnu og kryddið með salti og pipar.

 • 2.

  Setjið hunang, sinnep, eplaedik og basilíku saman í skál og blandið vel með píski.

 • 3.

  Skerið bringurnar í sneiðar.

 • 4.

  Setjið spínat/klettasalat, mangó, bláber, avókadó, möndlur og kjúkling í stóra skál og blandið varlega saman. Dreifið geitaosti yfir og berið fram með hunangsdressingunni.

Aðrar uppskriftir