Steikið bringurnar heilar á pönnu og kryddið með salti og pipar.
Setjið hunang, sinnep, eplaedik og basilíku saman í skál og blandið vel með píski.
Skerið bringurnar í sneiðar.
Setjið spínat/klettasalat, mangó, bláber, avókadó, möndlur og kjúkling í stóra skál og blandið varlega saman. Dreifið geitaosti yfir og berið fram með hunangsdressingunni.