Uppskriftir

Hin fullkomna mínútusteik með hvítlauk og steinselju

Aðalréttur

Innihald

 • 800 g nautamínútusteikur
 • Sjávarsalt og pipar
 • 2 tsk. ólífuolía „extra virgin“
 • 3 msk. smjör
 • 2 hvítlauksrif, afhýdd og söxuð
 • 1 búnt fersk steinselja, söxuð

Aðferð

 • 1.

  Saltið og piprið nautakjötið eftir smekk.

 • 2.

  Hitið pönnu vel, bræðið smjöri og bætið olíunni saman við.

 • 3.

  Setjið hvítlauk og steinselju út á pönnuna og síðan steikurnar.

 • 4.

  Steikið hvora hlið í u.þ.b. eina mínútu, raðið steikunum fallega á fat og hellið hvítlaukssmjörinu yfir.

 • 5.

  Berið fram með kartöflubátum, bökuðum aspas og bernaise-sósu.

Aðrar uppskriftir