Pikklaður rauðlaukur
– Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar
– Setjið sneiðarnar í sigti og undir sjóðheitt kranavatn í um 15 sekúndur
– Nú fer rauðlaukurinn í glerkrukku og hvítvínsedikið eftir á svo það sé umvafið allan laukinn
– Bætið nú restinni af hráefnunum í krukkuna og hristið vel
– Látið standa inn í ísskáp í minnsta lagi 1 klst
Karamelleseruð græn epli
– Skerið eplin í skífur
– Hitið pönnuna á miðlungshita
– Setjið smjörið útá og bætið eplunum saman við
– Leyfið eplunum að brúnast í smjörinu
– Hunangið fer svo saman við, passið að pannan sé ekki of heit svo að sætan brenni ekki
– Veltið eplunum vel upp úr smjörinu og hunanginu
Mandarin dressing (Hot smoked duck breast salad)
– Olían fer í skál
– Kreistið mandarínurnar og sítrónuna út í
– Bætið hunanginu saman við og hrærið öllu saman