Uppskriftir

Heimagerður ís með súkkulaði og piparkökum

fyrir 4 manns

Eftirréttur

Innihald

 • 500 ml rjómi
 • 4 egg
 • 1 msk vanilludropar
 • Hnífsoddur salt
 • 8 msk flórsykur
 • 150 gr Toblerone
 • 100 gr piparkökur

Aðferð

 • 1.

  Þeytið egg og flórsykur vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós.

 • 2.

  Bætið salti og vanilludropum saman við og hrært áfram.

 • 3.
 • 4.

  Saxið Toblerone súkkulaði og piparkökur í litla bita.

 • 5.

  Þeytið rjómann sér og blandið því öllu saman varlega með sleif.

 • 6.

  Setjið blönduna í form og í frysti.

Aðrar uppskriftir