Byrjið á því að útbúa sósuna. Saxið allt grænmetið mjög smátt og steikið í u.þ.b. 10 mín. við vægan hita. Setjið tómatana saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið ferska basilíku út í í lokin.
Blandið hakki, eggi, hveiti, osti og kryddi saman og mótið litlar kjötbollur. Steikið upp úr olíu þar til allar hliðar hafa fengið fallegan brúnan lit og bollurnar eru steiktar í gegn.
Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum og blandið saman við sósuna.
Setjið spagettí á disk, nokkrar kjötbollur ofan á, rífið meiri parmesan og sítrónubörk yfir og kreistið síðan sítrónu yfir réttinn í lokin.