Hitið ofninn í 190 C.
Nuddið kjúklinginn með olíu. Kryddið hann að innan og utan með salti og pipar og stingið síðan 2-3 hvítlauksgeirum inn í hann.
Setjið kjúklinginn í smurt eldfast mót og steikið í u.þ.b. hálftíma. Þá er afganginum af hvítlauknum dreift í kringum kjúklinginn og timjani stráð yfir. Steikið í 30-40 mínútur í viðbót, eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn.
Gott er að bera hann fram með fersku salati og kaldri sósu.