Uppskriftir

Hangilæri með kartöflujafningi

Aðalréttur

Innihald

 • Hangilæri
  Kartöflujafningur
 • 50 g smjör
 • 50 g hveiti
 • 1 l mjólk
 • 1⁄2 tsk. salt
 • 1-3 msk. sykur
 • Hvítur pipar

Aðferð

 • 1.

  Setjið hangikjötið í stóran pott. Hellið köldu vatni yfir þar til það hylur kjötið. Látið suðuna koma rólega upp á vægum hita og sjóðið
  í 20-30 mín. (mismunandi eftir hellum) eða þar til kjarnhiti hefur náð 65°C. Hafið pottinn á hellunni og látið kjötið kólna í pottinum undir loki.

 • 2.

  Bræðið smjörið í potti, hrærið hveitinu saman við þannig að úr verði smjörbolla. Bætið mjólkinni varlega í og hrærið þar til sósan verður laus við kekki. Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel í á meðan. Kryddið með salti, sykri og pipar eftir smekk.

 • 3.

  Berið hangikjötið fram með jafningi, soðnum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og laufabrauði.

Aðrar uppskriftir