Uppskriftir

Hamborgari með gráðaosti og beikoni

Aðalréttur

Innihald

 • 1 laukur, saxaður
 • 4 beikonsneiðar, saxaðar í bita
 • 2 hamborgarar frá Kjötbankanum
 • 1 Castello Blue gráðaostur
 • Nokkrir sveppir

Aðferð

 • 1.

  Brúnið laukinn, sveppina og beikonið á pönnu og setjið til hliðar.

 • 2.

  Kryddið hamborgarana með hamborgarakryddi og grillið þá.

 • 3.

  Hitið brauðin á grillinu.

 • 4.

  Smyrjið sósu að eigin vali á brauðin og raðið á neðri helminginn: Salati, gúrku, tómötum og hamborgaranum, síðan lauk, sveppum, beikoni og Castello-osti.

 • 5.

  Berið fram með frönskum.

Aðrar uppskriftir