Stillið ofninn á 150°C.
Hrærið saman hráefnunum sem eiga að fara í kryddlöginn og makið honum yfir allt kjötið.
Leggið grísabóginn í ofnskúffu eða í pott með loki sem má fara í ofn, raðið gulrótarbitum, laukbátum og hvítlauk meðfram og hellið eplasíder og vatni í ofnskúffuna.
Setjið í ofninn og eldið í 2 tíma. Hyljið þá með álpappír eða setjið lok á og eldið áfram í 21⁄2 tíma.
Takið kjötið úr ofninum og leyfið því að standa í 20 mínútur.
Síið grænmetið frá, hrærið upp í soðinu og notið í sósu.
Hægt er að tæta kjötið frá beininu með gaffli og nota í hamborgarabrauð eða vefjur ásamt hrásalati, eða bera fram á gamla góða mátann með kartöflum og sósu.