Uppskriftir

Gúrmei borgarar með vinningssósu

fyrir 4-6 manns

Aðalréttur

Innihald

 • 4 nautabuff
 • 4 hamborgarabrauð
 • Ostur
 • Svartur pipar
 • Grænmeti að eigin vali
 • Avókadó-chilísósa:
 • 1 dós sýrður rjómi
 • 2 avókadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
 • 3-6 msk sweet chilí (eða meira eftir smekk)

Aðferð

 • 1.

  Piprið hamborgarana ríflega báðu megin og grillið. Látið ostinn á undir lokin og takið hamborgarana af grillinu þegar osturinn er bráðinn.

 • 2.

  Grillið hamborgarabrauðin lítillega.

 • 3.

  Gerið hamborgarasósuna með því að blanda saman sýrðum rjóma, avókadó og stappið avókadóin saman við. Mér þykir gott að hafa nokkra stærri bita af avókadó í sósunni þannig að ég stappa þetta gróflega en það er smekksatriði. Smakkið sósuna til með sweet chilí.

 • 4.

  Berið strax fram ásamt fullt af grænmeti og borðið með bestu lyst.

Aðrar uppskriftir