Uppskriftir

Grísakótelittur með miðjarðarhafsbrag

Aðalréttur

Innihald

 • 2 stk. grísakótilettur á beini frá Kjötborði
 • 1 tsk. hvítlaukskrydd
 • ½ tsk. basilíka
 • ½ tsk. óreganó
 • ½ tsk. þurrkuð steinselja
 • ¼ tsk. salt
 • ¼ tsk. lauksalt
 • ¼ tsk. þurrkað rósmarín
 • 1 tsk. ólífuolía
 • 1 msk. sítrónusafi

Aðferð

 • 1.

  Blandið öllu kryddi vel saman og nuddið kryddblöndunni vel á kótiletturnar.

 • 2.

  Hitið olíu yfir meðalhita á pönnu og steikið kótiletturnar í 5-8 mínútur á hvorri hlið.

 • 3.

  Takið kótiletturnar af pönnunni og kreistið sítrónusafa yfir þær. Leyfið þeim að standa í fimm mínútur áður en þær eru bornar fram.

 • 4.

  Berið fram með bökuðu rótargrænmeti, salati og þinni uppáhaldssósu.

Aðrar uppskriftir