Blandið öllu kryddi vel saman og nuddið kryddblöndunni vel á kótiletturnar.
Hitið olíu yfir meðalhita á pönnu og steikið kótiletturnar í 5-8 mínútur á hvorri hlið.
Takið kótiletturnar af pönnunni og kreistið sítrónusafa yfir þær. Leyfið þeim að standa í fimm mínútur áður en þær eru bornar fram.
Berið fram með bökuðu rótargrænmeti, salati og þinni uppáhaldssósu.