Bræðið smjöriklípu í stórri pönnu. Leggið hnakkasneiðarnar í heitt smjörið, smyrjið þunnu lagi af sinnepi á báðar hliðar og látið malla í stutta stund.
Snúið sneiðunum við og smyrjið tómatsósu á aðra hliðina. Steikið í smástund og svo koll af kolli: Snúið, kryddið með karrídufti, snúið aftur, kryddið með paprikudufti, snúið og smyrjið 1/2 msk. af Worchestershire sósu á hvora hlið.
Smyrjið að lokum sultu á aðra hliðina og kryddið með salt og pipar eftir smekk.
Látið hnakkasneiðarnar malla í maukinu í smástund og setjið þær síðan í eldfast fat.
Hellið rjómanum á pönnuna, hrærið saman við maukið og hellið yfir sneiðarnar. Bakið í 15 mín. við 200 C.
Sjóðið hrísgrjónin og blandið hráum paprikubitum og bananasneiðum saman við. Berið fram með grísahnakkasneiðunum ásamt hvítlauksbrauði.