Stillið ofninn á 150°C og forhitið.
Skerið rákir í skinnhliðina á bógnum og komið kryddinu fyrir á skinn síðunni
Setjið í eldfast mót sem búið er að hálffylla með sjóðandi vatni og kryddhliðina snúa niður.
Eldið í ofninum í 1½-2 tíma eftir stærð.
Eftir þessa eldun skal steikin tekin út og hitinn á ofninum hækkaður í 220°C.
Takið því næst steikina upp úr vatninu og leyfið aðeins að rjúka úr henni.
Kryddið með salti, þó mest á skinnhliðina.
Tæmið vatnið úr eldfasta mótinu og setjið því næst bóginn aftur inn í ofninn (puran snýr upp) og eldið uns puran er orðin stökk og gyllt.
Berið fram með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og sveppasósu.