Uppskriftir

Grísabógsneiðar með sveppasósu og sætkartöflumús

Aðalréttur

Innihald

 • 1 pk. grísabógsneiðar
 • 1 msk. fersk salvía, söxuð (einnig hægt að nota þurrkaða)
 • 1 msk. ferskt rósmarín, saxað
 • 5 hvítlauksgeirar
 • 1 msk. fennelfræ
 • 1 tsk. sjávarsalt
 • 1 tsk. nýmalaður pipar
 • 1 tsk. hvítvín (matreiðsluvín eða hvítvínsedik)
 • 1 msk. olía
  Rjómasveppasósa
 • 1 askja sveppir
 • 1 peli rjómi (250 ml)
 • Grænmetisteningur
 • Smjörklípa
 • Salt og pipar
 • Rifsberjahlaup og sósulitur, ef vill
  Sætkartöflumús með hvítlauk
 • 1-2 sætar kartöflur
 • 1-2 hvítlauksrif, pressuð
 • Smjörklípa
 • Múskat (duft eða hneta til að rífa niður)
 • Salt og pipar

Aðferð

 • 1.

  Hitið ofninn í 130 gráður.

 • 2.

  Maukið hvítlaukinn með kryddinu (með töfrasprota eða í matvinnsluvél). Bætið hvítvíni og olíu saman við og hrærið varlega. Nuddið kryddmaukinu vel á allt kjötið.

 • 3.

  Setjið í pott/ofnfast fat með loki og inn í ofn þar til hitastig kjötsins hefur náð 65°C (miðlungssteikt) til 75°C (mikið steikt). Takið kjötið út og látið það standa í 15 mín.

 • 4.

  Skerið sveppina niður, bræðið smjör í potti, steikið á háum hita og kryddið með salti og pipar.

 • 5.

  Þegar sveppirnir eru orðnir brúnir, lækkið hitann og setjið rjómann út í ásamt 1⁄2 grænmetisteningi. Bætið hinum helmingnum við síðar ef þurfa þykir.

 • 6.

  Takið smá soð úr pottinum til að bragðbæta sósuna. Látið hana malla á lágum hita og hrærið reglulega. Ef vill má bragðbæta með rifsberjahlaupi og bæta sósulit út í í lokin.

 • 7.

  Afhýðið sætar kartöflur, skerið í bita og sjóðið. Hellið vatninu frá og stappið eða maukið kartöflurnar. Setjið smjörklípu út í ásamt pressuðum hvítlauk og kryddi.

 • 8.

  Berið réttinn fram með sætri kartöflumús, rjómasveppasósu og fersku salati.

Aðrar uppskriftir