Skerið ykkar uppáhaldskaramellu og berin niður í minni bita.
Setjið sykurpúða í botninn á eldföstu móti og látið karamellur, súkkulaði og ber sitt á hvað þar yfir þar til formið er orðið vel fullt.
Pakkið álfilmu yfir og setjið á grill í 5-10 mínútur eða setjið í ofn þar til allt er farið að bráðna lítillega.
Fylgist vel með að þetta brenni ekki við.