Skerið sætar kartöflur í bita.
Setjið í ofnskúffu og hellið olíu yfir.
Kryddið með salti og pipar.
Setjið inn í ofn á 180° í 30 mínútur.
Skerið sveppi í bita og steikið í smjöri. Bætið rjóma í pottinn og rífið
villisveppaostinn út í (gott að nota rifjárn) og hrærið saman.
Saltið og piprið.
Kryddið lærissneiðarnar og grillið við meðalhita í 3-5 mínútur á hvorri hlið. Mismunandi eftir stærð og þykkt.
Látið lærissneiðarnar standa í nokkrar mínútur eftir að þær eru teknar af grillinu. Borið fram með sætum kartöflum og villisveppasósu.