Uppskriftir
grilladar-lamba-sirloin-steikur

Grillaðar lamba sirloin steikur með Dijon sinnepi

Aðalréttur

Innihald

 • 4–6 lamba sirloin- steikur (u.þ.b. 160 g)
 • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
 • Ferskt rósmarín
 • Dijon sinnep
 • Olía
 • Salt
 • Svartur pipar

Aðferð

 • 1.

  Hitið grillið þar til það verður sjóðheitt.

 • 2.

  Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og nýmuldum pipar.

 • 3.

  Grillið í u.þ.b. 2–21⁄2 mínútu á hvorri hlið (fer eftir krafti grillsins).

 • 4.

  Setjið á bakka með pressuðum hvítlauk og rósmaríni og látið bíða í 5 mín.

 • 5.

  Penslið kjötið með Dijon sinnepi.

 • 6.

  Berið fram með kartöflubátum og þinni uppáhaldssósu.

Aðrar uppskriftir