Uppskriftir

Grillað lambalæri í ítalskri marineringu

Aðalréttur

Innihald

 • Kjötsel lambalæri í ítalskri marineringu
 • Bérnaise-kartöflusalat
 • Laukur
 • Gulrætur
 • Aspas
 • Olía
 • Salt og pipar
 • Forsoðinn maís

Aðferð

 • 1.

  Hitið grillið vel.

 • 2.

  Fitusnyrtið lærið.

 • 3.

  Slökkvið á öðrum brennaranum á gasgrilli, setjið lærið þar sem ekki er eldur og lokið grillinu (ef notað er kolagrill eru kolin færð út
  til hliðanna og kjötið haft á álbakka í miðjunni).

 • 4.

  Grillið lærið í 1 klst og 10 til 30 mínútur eftir stærð. Snúið lærinu tvisvar eða þrisvar, opnið grillið annars sem allra minnst. Ef óskað er eftir skorpu er gott að færa lærið yfir eldinn undir lokin og fylgjast vel með því. Látið lærið standa í 25-30 mínútur eftir að það er tekið af grillinu, grillið grænmeti og maís á meðan.

 • 5.

  Berið fram með bérnaise- kartöflusalati, grilluðu grænmeti og maís.

Aðrar uppskriftir