Uppskriftir

Graskerssúpa á hrekkjavöku

Forréttir

Innihald

 • 300 g grasker
 • 150 g blaðlaukur, hvíti hlutinn
 • 150 g gulrætur
 • 1 stilkur sellerí
 • 1 1⁄2 l kjúklingasoð eða vatn og kjúklingakraftur
 • 1 dl rjómi
 • Salt og pipar
 • Kanill og múskat á hnífsoddi
 • 1⁄2 dl ólífuolía
 • Grænmetiskraftur
 • Sýrður rjómi

Aðferð

 • 1.

  Afhýðið graskerið og kjarnhreinsið. Skerið grænmetið smátt og steikið í ólífuolíunni án þess að það brúnist. Bætið soðinu í og látið krauma undir loki í 45 mínútur eða þar til grænmetið maukast auðveldlega.

 • 2.

  Sigtið grænmetið frá soðinu, setjið í blandara og maukið vel. Bætið grænmetinu aftur í soðið og bragðbætið með salti, pipar og grænmetiskrafti. Hellið rjómanum út í og kryddið með múskati og kanil.

 • 3.

  Berið súpuna fram í skál og toppið með sýrðum rjóma.

Aðrar uppskriftir