Uppskriftir

Grænn orkudrykkur

með vínberjum og spínati

Drykkir

Innihald

 • 3–4 lúkur af fersku spínati
 • 400 g græn, steinlaus vínber
 • 4 sellerístilkar
 • 1⁄4 límóna

Aðferð

 • 1.

  Skerið sellerístilkana í bita.

 • 2.

  Skerið límónuna í fjóra báta, takið aldinkjötið úr hýðinu og fjarlægið steina.

 • 3.

  Setjið öll hráefnin í blandara og maukið vel.

Aðrar uppskriftir