Uppskriftir

Grænn orkudrykkur með chia-fræjum

Drykkir

Innihald

 • 1 kíví
 • ¼ avókadó
 • 4 msk. chia-fræ
 • ½ límóna
 • ¼ bolli fersk mynta
 • ½ bolli ísmolar
 • 1 bolli vatn
 • 1 bolli spínat

Aðferð

 • 1.

  Leggið chia-fræin í bleyti í vatni í a.m.k. 30 mínútur.

 • 2.

  Afhýðið kíví og skerið í tvennt. Skerið ávókadó í tvennt, fjarlægið steininn og skafið kjötið úr fjórðungi. Setjið í blandara ásamt safa úr hálfri límónu.

 • 3.

  Setjið hin hráefnin saman við og blandið á miklum hraða þar til drykkurinn er orðin kekkjalaus.

Aðrar uppskriftir