Uppskriftir

Gljáð bleikja

ca 4 fullorðnir

Aðalréttur

með agúrku og kryddjurtasósu, kartöflusalat með eplum og grilluðum paprikum.

Innihald

 • 1000 gr bleikja
 • 4 msk balsamik edik
 • 4 msk sítrónusafi
 • 1 msk púðursykur
 • 4 msk agúrka
 • 2 msk fersk kryddjurt(steinselja, kóríander)
 • salt og pipar
 • 4 msk hrein jógúrt
 • 2 msk majónes
 • 320 gr kartöflur
 • 2 epli
 • 1 paprika rauð

Aðferð

 • 1.

  Aðferð gljái:

  Blandið saman púðursykri, balsamik ediki og sítrónusafa í pott og bræðið þar til sykurinn er bráðinn

 • 2.

  Aðferð kryddjurtasósa:

  Blandið saman jógúrti og majónesi og saltið og piprið eftir smekk. Rífið agúrkuna gróft og blandið saman við. Saxið kryddjurtir og blandið saman við. Smakkið til eftir smekk með kryddjurtum og salti og pipar

   

 • 3.

  Aðferð kartöflur:

  Kartöflur eru skornar í bita eða báta. Eplin skorin í sneiðar og paprikan einnig. Eplið og paprikan grilluð og hýðið tekið af paprikunni. Eplin og paprikan eru þar næst skorin í litla bita. Kartöflurnar eru bakaðar í ofni við 200°C í 30 mín. Öllu blandað svo saman fyrir kartöflusalatið.

 • 4.

  Bleikjunni er velt uppúr gljáanum og grilluð í 2-3 mínútur á roðhliðinni og svo snúið við í 1 mínútu. Saltað og piprað

  Einnig er hægt að roðfletta bleikjuna fyrst og grilla þannig.

Aðrar uppskriftir