Uppskriftir

Fylltar Páskakalkúnabringur

Fyrir 4

Aðalréttur

Innihald

 • 800 gr kalkúnabringur
 • 1 stk laukur
 • 2 stilkar sellerí
 • 1 box sveppir
 • 10 sneiðar beikon
 • 1 msk kalkúnakrydd
 • Ólífuolía
 • Smjör
 • Salt
 • Pipar
 • 3 stk sætar kartöflur

Aðferð

 • 1.

  Fyllingin

  Sveppir, laukur og sellerí er skorið niður og steikt upp úr smjöri.

 • 2.

  Beikonið er skorið niður og sett saman við og steikt.

 • 3.

  Setjið allt í matvinnsluvél og blandið létt saman (ekki of mikið, eiga að vera smá bitar).

 • 4.

  Aðferð

  Skorið er stórt gat á bringuna og fyllingin sett í gatið.

 • 5.

  Bringan er svo pensluð með smjöri, krydduð með kalkúnakryddi, salt og pipar.

 • 6.

  Bringan með fyllingunni er sett inn í 170° heitan ofn og elduð í ca 50 mín.

 • 7.

  Gott er að setja grillið á í restina til að fá góða grillaða húð.

 • 8.

  Athugið að ef bringan er stærri þarf lengri eldunartíma ( 1,5 kg bringa þarf ca 70 mín)

  Borið fram með t.d. sætkartöflumús og góðri sveppasósu.

Aðrar uppskriftir