Uppskriftir

Fyllt kalkúnarbringa með stökkri parmaskinku

Aðalréttur

Innihald

 • - 1 fersk kalkúnarbringa frá Kjötbankanum
  - 10 stk parmaskinkusneiðar
  - 4msk Dijon sinnep
  - 500gr flúðasveppir
  -3 skarlottlaukar
  -3 hvitlauksgeirar
  - 100gr smjör
  - ólífuolía
  - 2 greinar tímian
 • Hvítvínssósa:
  - 500ml matreiðslurjómi (Ms)
  - 1tsk Dijon sinnep (Maille)
  - 150ml Ósætt hvítvín
  - ½ Askja rjómaostur með karameleseruðum lauk (Ms)
  - 1 Skarlottlaukur
  -2 hvítlauksgeirar
  - 1tsk kalkúnarkrydd (Mc Cormick)
  - 1msk rifsberjahlaup
 • Gular baunir:
  - 1 poki frostnar gular baunir
  - 50gr smjör (Ms)
  - 100ml rjómi (Ms)
  - 1msk fljótandi nautakraftur (Oscar)
  - 1 bolli rifinn parmesan (Michaelangelo Parmigiano Reggiano 30 mánaða)
  - Svartur pipar
 • Stuffingurinn hennar Möggu Karls:
  - 16 Bollar Fransbrauð (2 heil brauð) (Myllan)
  - 3 Bollar Laukur
  - 3 Bollar sellerí
  - 1 Bolli smjör (Ms)
  - 2 tsk salt
  - 1 tsk Kalkúnakrydd (Mc Cormick)
  - 1 tsk Salvía
  - Pipar eftir smekk
  - ½ bolli kjúklingasoð

Aðferð

 • 1.
  • Gott að reyna að finna pönnu sem er nógu stór til að rúma kalkúnarbringuna (allt verður gert í sömu pönnu, þó ekki á sama tíma)
  • Ekki skola eða þurrka pönnuna á milli rétta
  • Skerið sveppi, hvítlauk og skarlottulauk eins smátt og hægt er
  • Hitið pönnuna á miðlungsháan hita, bætum við olíu og bræðum smjörið
  • Steikið léttilega laukinn og hvítlaukinn þar til þeir eru farnir að vera glærir
  • Bætið við sveppum og plokkið timianblöðin af greininni og bætið saman við
  • Steikið blönduna í um 10mínútur, færið síðan blönduna úr pönnu í ílát og geymið
  • Á sömu pönnu steikið nú parmaskinku þar til hún verður stökk og fallega brún og geymið til hliðar
  • Stillið ofnin á 150°C blástur
  • Skerið vasa í kalkúnarbringuna og smyrjið að innan með dijon sinnepi
  • Setjið sveppablönduna inní vasann ásamt stökkri parmaskinkunni
  • Á sömu pönnu bræðið um 50 gr af smjöri og varlega leggið fyllta bringuna niður á pönnuna
  • Brúnið bringuna á báðum hliðum þangað til fallega brún
  • Færið bringuna úr pönnu í eldfastmót og stingið kjarnhitamæli í þykkasta partinn
  • Eldið bringuna þar til kjarnhitinn segir 72°C
  • Takið bringuna úr ofninum, breiðið lauslega yfir með álpappír og leyfið henni að hvílast í 20mínutur.
 • 2.

  Hvítvínssósa

  • Á sömu pönnu og kalkúnninn var steiktur á (Fyrir meira bragð) steikið uppúr olíu og smjöri skarlottulauk og hvítlauk.
  • Bætið við hvítvíni og leyfið því að sjóða niður um helming
  • Bætið við dijon sinnepi og rjóma (leyfið að byrja að malla og skellið útí rjómaosti)
  • Leyfið þessu aðeins að eldast áður en þið bætið við kalkúnarkryddi og rifsberjahlaupi eftir smekk
 • 3.

  Gular baunir

  • Í potti á miðlungshita, náið frosti úr gulum baunum í allt að 10 mínútum
  • bætið smjöri við og steikið þar til baunirnar eru farnar að brúnast örlítið
  • bætið nú við rjóma og krafti
  • leyfið því að bubbla í nokkrar mínútur, hrærið vel
  • varlega blandið saman við rifnum parmesanosti
  • eldið nú þar til allt fer að þykna saman
  • smakkið til með salti og svörtum pipar
 • 4.

  Stuffingurinn hennar Möggu Karls

  • Skerið brauðið niður í teninga (skorpan er ekki nýtt)
  • Skerið laukinn og selleríið smátt
  • Hitið smjörið á miðlungsheitri pönnu (Ekki láta smjörið bubbla)
  • Bætið lauknum og selleríinu á pönnuna og steikið þar til hráefnin eru orðin glær og mjúk
  • Setjið brauðteningana í stórt fat
  • Kveikið á ofninum, 180°C blástur
  • Stráið kryddunum yfir teningana og blandið vel
  • Setjið nú smjörið, laukinn og selleríið saman við og blandið aftur
  • í lokinn fer svo kjúklingasoðið (Vatn og kraftur)
  • Blandið öllu vel saman og setjið í eldfast mót
  • Fatið fer inn í ofn í ca 12-17 mínútur eða þar til efstu teningarnir eru farnir að brúnast

Aðrar uppskriftir