Afhýðið sætar kartöflur og skerið í litla bita. Smyrjið þær með olíu, saltið og piprið.
Bakið kartöflurnar í ofni á 200°C eða þar til þær eru mjúkar í gegn.
Saltið og piprið steikina.
Grillið á heitu grilli þar til steikin hefur náð rúmlega 60°C kjarnhita.
Hvílið kjötið undir álpappír í 15 mínútur áður en það er borið fram.
Grillið aspas á heitu grilli og rífið síðan Parmesan-ost yfir.
Berið steikina fram með aspasi, sætum kartöflubátum og þinni uppáhaldssósu.